Þórarinn Ómarsson íþróttamanneskja Fjarðabyggðar 2023
Það kann að segja sitt um fagmennsku Þórarins Ómarssonar, sem árum saman hefur leikið blak með Þrótti í Neskaupstað, að þegar valið kom að því að spila næsta leik eða taka formlega við verðlaunum sem íþróttamanneskja Fjarðabyggðar ákvað Þórarinn að spila leikinn.
Þess vegna tók Petra Lind Sigurðardóttir, formaður Þróttar, við verðlaununum fyrir hans hönd við hátíðlega athöfn í glænýju íþróttahúsi Reyðfirðinga en það hús var einnig formlega vígt í gær.
Þrír aðrir einstaklingar voru tilfefndir til verðlaunanna að þessu sinni. Þar um að ræða Christu Björg Andrésdóttur sem spilar fótbolta með Austra, Marteinn Má Sverrisson, sem einnig er í fótboltanum en fyrir hönd Leiknis og Kristínu Emblu Guðjónsdóttur, glímudrottningu frá Val á Reyðarfirði.
Allir sem fylgst hafa með blakíþróttinni vita hver Þórarinn er enda hann lengi verið að og alla tíð fyrir Þrótt. Hann er raunar bæði elsti leikmaður blakliðs Þróttar og í allri úrvalsdeild karla en Þórarinn er kominn yfir fimmtugt. Hann spilaði stöðu líberó á liðinni leiktíð, var fastamaður í byrjunarliðinu og meðal bestu manna deildarinnar í móttöku.
Í umsögn íþrótta- og tómstundaráðnefndar um Þórarinn segir að þó mikið sé að ungu og efnilegu íþróttafólki í Fjarðabyggð þótti Þórður, kallaður Tóti, standa upp úr sem góður íþróttamaður, liðsfélagi og fyrirmynd.
Fjarðabyggð veitt jafnframt sérstök hvatningarverðlaun til ungmenna á aldrinum 13 til 15 ára sem þykja fyrirmyndir í íþróttastarfi. Þau hlutu Davíð Orri Valgeirsson fyrir fótbolta með Austra og Elín Eik Guðjónsdóttir sem æfir glímu með Val á Reyðarfirði.
Ungmennin með verðlaun sín við athöfnina í gær ásamt Hjördísi Helgu Seljan, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og Arndísi Báru Pétursdóttur, formanni íþrótta- og tómstundanefndar. Á i-Pad á borðinu mátti sjá beina lýsingu frá leiknum sem Þórarinn var að spila á því andartaki.