
Fimm nemendur VA keppa á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Á annað hundrað nemenda keppa í iðn- og verkgreinum í Laugardalshöll um helgina. Þar keppa tveir nemendur VA, Alex Logi Georgsson keppir í húsasmíði og Eiður Logi Ingimarsson keppir í málmsuðu. Fyrrverandi nemandur VA, Irena Fönn Clemmensen og Inga Sóley Viðarsdóttir keppa í hársnyrtiiðn og Hlynur Karlsson í rafeindavirkjun.
Dagana 16. – 18. mars heldur Verkiðn, Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Í Laugardalshöll eru framhaldsskólakynningar „Mín framtíð 2023” þar sem VA er með kynningarbás ásamt 30 öðrum framhaldsskólum.
Á mótinu er keppt í 22 faggreinum þar sem á annað hundrað keppendur taka þátt. Sigurvegarar í 11 greinum eiga kost á að taka þátt í Evrópumóti iðn- og verkgreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi í september.
Greinarnar eru: Bakaraiðn, bifreiðasmíði, bílamálun, fataiðn, forritun, framreiðsla, grafísk miðlun, gull- og silfursmíði, hársnyrtiiðn, húsasmíði, kjötiðn, matreiðsla, málaraiðn, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn og múraraiðn.