Þrír nýir framkvæmdastjórar hjá Alcoa Fjarðaáli

Kristinn Már Ingimarsson, Elín Hjálmarsdóttir og Davíð Þór Sigurðarson hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls.

Greint er frá breytingunum sem orðið hafa eða eru að ganga í gegn í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Kristinn Már tók í lok síðasta árs við stöðu framkvæmdastjóra tæknimála álframleiðslu. Hann er með B.Sc. og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Alcoa Fjarðaáli síðan 2011. Fyrstu sex árin starfaði hann sem verkfræðingur í tækniteymi kerskála, frá 2017 til 2019 sem tæknistjóri skautsmiðju og umhverfis og frá 2019 til 2022 sem tæknistjóri kersmiðju, kerskála, skautsmiðju og umhverfis.

Elín er nýkomin til starfa sem framkvæmdastjóri mannauðs. Elín hefur starfað sem framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Heilsuvernd frá árinu 2021. Þar á undan starfaði Elín í rúm 15 ár hjá Eimskip, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs. Elín er menntaður viðskiptafræðingur frá HR og er einnig með MBA gráðu frá sama skóla.

Davíð Þór tekur við stöðu framkvæmdastjóra álframleiðslu í vor. Davíð hefur starfað sem svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi frá 2019 en var fyrir það starfsmaður hjá Alcoa Fjarðaáli frá árinu 2006. Hann var í innkaupateyminu frá 2006 – 2008, síðan í fjármálateyminu til 2010 og eftir það verkefnastjóri útflutnings og gæða í steypuskála. Davíð lauk viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2006 og hlaut meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla árið 2014.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.