Tókst að bjarga hlöðunni – Myndir

Mikið tjón þegar smíðaverkstæði í aflögðum fjárhúsum við bæinn Víðivelli Ytri 1 í Fljótsdal brann í kvöld. Slökkviliðið náði naumlega að bjarga áfastri hlöðu og því sem í henni var.

Tilkynning um eldinn barst klukkan níu. Í félagsheimilinu Végarði, í beinni sjónlínu hinu megin í dalnum, var verið að undirbúa þorrablót á morgun. Húsráðandi hafði verið þar á meðal en brugðið sér yfir til að ná í smíðaefni þegar hann kom að reiknum.

Fólk úr þorrablótsnefndinni, þar á meðal ritstjóri Austurfréttar, varð því fyrst á staðinn. Þá var samt ljóst að ekkert yrði við eldinn ráðið enda strekkingsvindur á svæðinu sem stóð upp á innri hlið hússins.

Slökkvilið frá Egilsstöðum kom á vettvang um kortér fyrir tíu. Mótvindur og fljúgandi hálka tafði ferðina. Þegar slökkviliðið kom hafði vindinn lægt nokkuð og gekk slökkvistarf nokkuð vel.

„Þegar við komum var húsið alelda. Við náðum engu að síður að bjarga hlöðunni. Það var byrjað að brenna í gegn milli hlöðunnar og fjárhússins og við byrjuðum að slökkva í því.

Erfitt að við komum á staðinn hefur slökkvistarfið gengið hnökralaust. Það tók tíma að komast hingað vegna fjarlægðar og færðar en ekki langan miðað við það,“ sagði Ingvar Birkir Einarsson, aðstoðarslökkvistjóri, sem stýrði aðgerðum, í samtali við Austurfrétt upp úr klukkan ellefu í kvöld.

Slökkvistarf var þá langt komið. „Við förum að pakka saman en skiljum eftir einhverja til að vakta húsið fram á nóttina. Eins og alltaf þegar þak fellur niður þá er glóð og fleira sem erfitt er að ná til.“

Vidivellir Bruni Feb23 0001 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0002 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0005 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0009 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0018 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0026 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0032 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0034 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0035 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0040 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0042 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0045 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0050 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0052 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0053 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0054 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0056 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0057 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0060 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0061 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0067 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0070 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0071 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0074 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0078 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0085 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0090 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0096 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0097 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0102 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0112 Web
Vidivellir Bruni Feb23 0118 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.