Tónverk í fimm köflum í Skaftfelli
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. feb 2023 10:15 • Uppfært 21. feb 2023 10:17
Ný sýning hefur opnað í Skaftfelli á Seyðisfirði sem kallast Tónverk í fimm köflum. Sýningin inniheldur myndbandsverk eftir fimm listamenn.
Fjórir listamannanna eru íslensk, þau Dodda Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurður Guðjónsson og Steina en það fimmta unnið á Seyðisfirði sumarið 2022 eftir þekkta svissneska listakonu, Barböru Naegelin.
Myndbandsverkin fjalla um ýmis skonar hreyfingu, fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi.
Sýningin opnaði fyrir tíu dögum samhliða sýningunni List í ljósi og stendur til 10. mars. Á þeim tíma er Skaftfell baðað ljósi og litum sem er hugleiðing um hvernig rjúfa megi langvarandi vetrarmyrkrið.