Tvær umsóknir um stöðu skólastjóra á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. jún 2022 10:07 • Uppfært 08. jún 2022 10:08
Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra á Vopnafirði en umsóknarfrestur rann út fyrir viku.
Aðalbjörn Björnsson hættir nú sem skólastjóri eftir hátt í 30 ára starf en þar áður var hann aðstoðarskólastjóri og yfirkennari.
Hann hefur verið í leyfi síðustu mánuði. Sigríður Elva Konráðsdóttir hefur verið starfandi skólastjóri og var áður aðstoðarskólastjóri. Hún sækir um starfið nú.
Það gerir einnig Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir, umsjónarkennari við skólann.
Um 70 nemendur eru í Vopnafjarðarskóla um þessar mundir. Viku er síðan skólanum var slitið. Fimm nemendur útskrifuðust úr tíunda bekk að þessu sinni.