Orkumálinn 2024

Úkraínubúar afneita rússneskum jólahefðum

Þorri íbúa Úkraínu ætlar að halda jól á öðrum tíma en vanalega er gert. Stór hluti þjóðarinnar hefur fylgt rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og haldið þau 6. janúar en getur eftir innrásina í febrúar ekki hugsað sér að fylgja rússneskum hefðum.

Þetta kemur fram í viðtali við Oleksandr Senchurov, einn þeirra 16 úkraínsku flóttamanna, sem nú dvelja á Eiðum í jólablaði Austurgluggans sem kom út í vikunni.

„Meirihluti Úkraínubúa, einkum við í mið- og austurhlutanum, tilheyrum rétttrúnaðarkirkjunni. Við höfum haldið upp á jólin 6. janúar meðan fólkið í vesturhlutanum er frekar innan grísk-kaþólsku kirkjunnar og heldur upp á jólin 25. desember. Í ár halda allir upp á jólin 25. desember því við ætlum að færa okkur frá rússneskum siðum.“

Oleksandr er aldurforseti hópsins, orðinn 67 ára gamall. Hann man því margvíslegar jólahefðir en Úkraína tilheyrði Sovétríkjunum fram til 1991. Þar var boðað trúleysi. „Hátíðahaldið var kannski ekki víðfeðmt en það var hefð fyrir því og fólk fagnaði jólum án teljandi mótspyrnu yfirvalda,“ segir Oleksandr.

Hann segir úkraínsku jólin oft hafa verið framlengingu á nýárshátíðunum. „Um áramótin setjum við upp nýárstré og setjum á það skraut og ljós. Það stendur svo fram að jólunum sem eru eins konar framlenging á nýárshátíðahöldunum.

Aðalhefðin er að hópar fara um göturnar og syngja jólasöngva sem við köllum „Kolyadka.“ Það er bankað upp á hjá fólki til að heiðra heimilisfólkið. Hópurinn syngur fyrir íbúana og fær eitthvað gott í staðinn, kjöt eða nammi. Þetta eru mest börn og ég tók þátt í þessum sið sem barn. Fólkið klæðir sig gjarnan í búninga, sem mismunandi dýr eða sem snjóstúlkuna, í glæsilegum hvítum jól með stórfenglegt höfuðfat. Hún er barnabarn jólasveinsins og aðstoðar hann.“

Hátíðahaldið á Eiðum ber þó merki þess að íbúarnir ganga flestir vaktir hjá álveri Alcoa Fjarðaáls. „Við erum tveir hér sem vinnum dagvaktir, aðrir ganga hinar þrískiptu vaktir þannig einhverjir verða að vinna um jólin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.