Skip to main content

Umferðaróhapp við Reyðarfjörð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. des 2022 09:11Uppfært 05. des 2022 09:14

Einn einstaklingur var fluttur undir læknishendur eftir bílveltu við hesthúsahverfið á Reyðarfirði í gærkvöldi.


Óhappið varð um klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist bifreiðin hafa farið út af í hálku og oltið heila veltu.

Ökumaður var einn í bílnum og skrámaðist nokkuð en stóð þó uppréttur. Hann var engu að síður fluttur með sjúkrabíl undir læknishendur. Bíllinn er mikið skemmdur.

Helgin var að öðru leyti róleg hjá lögreglunni á Austurlandi. Töluvert eftirlit er með ölvunarakstri enda mikið um jólahlaðborð og aðrar skemmtanir á aðventunni. Allt fór vel fram um helgina og reyndist enginn ökumaður ölvaður.

Þá hefur einnig verið nokkurt eftirlit með rjúpnaveiðum undanfarnar helgar. Allir voru með sín leyfi í lagi á þessari síðustu veiðihelgi.