Umferðaróhapp við Reyðarfjörð

Einn einstaklingur var fluttur undir læknishendur eftir bílveltu við hesthúsahverfið á Reyðarfirði í gærkvöldi.

Óhappið varð um klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist bifreiðin hafa farið út af í hálku og oltið heila veltu.

Ökumaður var einn í bílnum og skrámaðist nokkuð en stóð þó uppréttur. Hann var engu að síður fluttur með sjúkrabíl undir læknishendur. Bíllinn er mikið skemmdur.

Helgin var að öðru leyti róleg hjá lögreglunni á Austurlandi. Töluvert eftirlit er með ölvunarakstri enda mikið um jólahlaðborð og aðrar skemmtanir á aðventunni. Allt fór vel fram um helgina og reyndist enginn ökumaður ölvaður.

Þá hefur einnig verið nokkurt eftirlit með rjúpnaveiðum undanfarnar helgar. Allir voru með sín leyfi í lagi á þessari síðustu veiðihelgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.