Varað við að fjallvegir geti lokast með skömmum fyrirvara
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. feb 2023 10:22 • Uppfært 02. feb 2023 10:24
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á austfirskum fjallvegum frá og með hádegi vegna slæmrar veðurspár. Viðbúið er að vegunum verði lokað með skömmum fyrirvara.
Þetta kemur fram í tilkynningum frá lögreglu og Vegagerðinni. Gul viðvörun er gildi á Austurlandi og Austfjörðum frá hádegi. Fram á kvöld er búist við hvassri austanátt með snjókomu eða slyddu og erfiðum akstursskilyrðum.
Viðvörunin fyrir Austurland gildir til klukkan þrjú í nótt en til miðnættis á Austfjörðum.
Vegagerðin lýsti í morgun yfir óvissustigi frá miðnætti á nokkrum austfirskum fjallvegum. Þeir eru Fagridalur, Fjarðarheiði, Vatnsskarð og Möðrudalsöræfi. Óvissustigið varir til kvölds.
Búið er að fresta leik Hattar og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleiks sem fara átti fram á Sauðárkróki í kvöld.
Mynd: Unnar Erlingsson