Skip to main content

Varað við að fjallvegir geti lokast með skömmum fyrirvara

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. feb 2023 10:22Uppfært 02. feb 2023 10:24

Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á austfirskum fjallvegum frá og með hádegi vegna slæmrar veðurspár. Viðbúið er að vegunum verði lokað með skömmum fyrirvara.


Þetta kemur fram í tilkynningum frá lögreglu og Vegagerðinni. Gul viðvörun er gildi á Austurlandi og Austfjörðum frá hádegi. Fram á kvöld er búist við hvassri austanátt með snjókomu eða slyddu og erfiðum akstursskilyrðum.

Viðvörunin fyrir Austurland gildir til klukkan þrjú í nótt en til miðnættis á Austfjörðum.

Vegagerðin lýsti í morgun yfir óvissustigi frá miðnætti á nokkrum austfirskum fjallvegum. Þeir eru Fagridalur, Fjarðarheiði, Vatnsskarð og Möðrudalsöræfi. Óvissustigið varir til kvölds.

Búið er að fresta leik Hattar og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleiks sem fara átti fram á Sauðárkróki í kvöld.

Mynd: Unnar Erlingsson