Skip to main content

Varað við sunnudagsstormi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2023 18:54Uppfært 04. feb 2023 18:55

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna hvassviðris á Austurlandi og Austfjörðum seinni partinn á morgun.


Spáð er sunnan hvassviðri, 18-25 m/s með snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. Slíkt er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind auk þess sem fólk er hvatt til að sýna aðgang og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Viðvörunin fyrir Austfirði tekur gildi klukkan 15 en klukkustund síðar á Austfjörðum. Báðar gilda til miðnættis. Á mánudag er einnig spáð hvassviðris en viðvörun hefur ekki verið gefin út vegna þess enn.

Þá er viðbúið að nokkuð hlýtt verði samhliða hvassviðrinu, allt að tíu stig á Austurlandi.