Skip to main content

Varla niðurstöður úr mygluprófum á Eskifirði fyrr en á nýju ári

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. des 2022 16:08Uppfært 14. des 2022 16:35

Ólíklegt er talið að niðurstöður vegna hugsanlegrar myglu í íþróttahúsi Eskifjarðar verði ljósar fyrr en í byrjun nýs árs.

Tæpur mánuður er síðan Fjarðabyggð fékk verkfræðistofuna EFLU til að kanna hvort hugsanlega væri mygla í íþróttahúsi Eskifjarðar eftir íbúafund vegna málsins en ekki hefur tekist að koma í veg fyrir mikinn raka og leka í húsinu nánast síðan snemma í haust. Aðstaðan vart boðleg til íþróttakennslu að mati margra bæjarbúa og á íbúafundinum komu fram áhyggjur af hugsanlegri myglu og foreldrar sumir kosið að senda börn sín ekki í íþróttatíma í byggingunni.

Fjölmiðlafulltrúi Fjarðabyggðar, Haraldur Haraldsson, segir við Austurfrétt að verkinu miði vel en ólíklegt að niðurstöður í þessu liggi fyrir fyrr en eftir áramót.

Ítrekaðar viðgerðir á íþróttahúsi Eskifjarðar hafa lítinn árangur borið. Töluverður leki er í húsinu þegar vindar blása og regn fellur og marga grunar að myglu sé þar að finna. Mynd Jóhann Valgeir Davíðsson