Vatn komið á Seyðisfjörð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. jún 2022 19:24 • Uppfært 10. jún 2022 19:26
Lokið var við viðgerð á kaldavatnslögn Seyðisfjarðar upp úr klukkan sjö í kvöld. Kalt vatn er þar með komið á bæinn á ný.
Vatnið fór af í morgun þegar aðveitupípa Fjarðarárvirkjunar fór í sundur af miklum krafti og rauf neysluvatnslögnina.
Að sögn Aðalsteins Þórhallssonar, framkvæmdastjóra HEF veitna, má þó búast við því að einhver tími líði enn þar til fullur þrýstingur verður kominn á vatnið.
Viðgerð á virkjunarlögninni er enn ólokið.
Mynd: Ómar Bogason