Veðurviðvörun, lokanir á vegum og grjóthrun í Þvottárskriðum

Færð hefur mjög tekið að spillast í morgun og hefur Vegagerðin lokað bæði Fagradal og Fjarðarheiði fyrir bílaumferð. Þá er og ófært yfir Vatnsskarð eystra. Gul veðurviðvörun er í gildi fram á kvöld.

Óveður geysar víða á Austurlandi, mikið snjóar og vindhviður ná allt að 23 metrum á sekúndu. Mjög blint er fyrir þá vegfarendur sem enn eru á ferð.

Vegagerðin mun skoða um miðjan dag hvort opna eigi Fjarðarheiðina en ákvörðun um opnun í Fagradal verður tekin fyrir hádegið. Þá varar stofnunin við töluverðu grjóthruni í Þvottárskriðum. Stálþilin meðfram veginum taka mest grjótið en alltaf er hætta á að eitthvað grjót komist inn á veg og vegfarendur beðnir að gæta varúðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.