Skip to main content

Veðurviðvörun, lokanir á vegum og grjóthrun í Þvottárskriðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2023 10:01Uppfært 13. mar 2023 10:56

Færð hefur mjög tekið að spillast í morgun og hefur Vegagerðin lokað bæði Fagradal og Fjarðarheiði fyrir bílaumferð. Þá er og ófært yfir Vatnsskarð eystra. Gul veðurviðvörun er í gildi fram á kvöld.

Óveður geysar víða á Austurlandi, mikið snjóar og vindhviður ná allt að 23 metrum á sekúndu. Mjög blint er fyrir þá vegfarendur sem enn eru á ferð.

Vegagerðin mun skoða um miðjan dag hvort opna eigi Fjarðarheiðina en ákvörðun um opnun í Fagradal verður tekin fyrir hádegið. Þá varar stofnunin við töluverðu grjóthruni í Þvottárskriðum. Stálþilin meðfram veginum taka mest grjótið en alltaf er hætta á að eitthvað grjót komist inn á veg og vegfarendur beðnir að gæta varúðar.