Skip to main content

Vegir að mestu greiðfærir en varað við grjóthruni á Fagradal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jan 2023 09:34Uppfært 23. jan 2023 09:34

Velflestir vegir á Austurlandi eru færir eftir rysjótta tíð síðustu dægrin en hálka eða hálkublettir á þeim flestum.

Framundan er hlé á þeirri miklu kuldatíð sem staðið hefur linnulítið hér austanlands allar götur frá byrjun desember en von er á nokkrum hlýindum bæði á þriðju- og fimmtudag. Þess utan verður hitastigið um eða yfir frostmark langt fram eftir vikunni.

Vegagerðin varar þó við hugsanlegu grjóthruni undir Grænafelli á Fagradal og enn er ófært um Vattarnesið en þar féll snjóflóð yfir veginn í síðustu viku. Þá eru hreindýr að gera sig heimakomin við vegi mjög víða, meðal annars á Fagradal og Fjarðarheiði og á Hringveginum milli Djúpavogs og Hafnar.