Orkumálinn 2024

Vegir að mestu greiðfærir en varað við grjóthruni á Fagradal

Velflestir vegir á Austurlandi eru færir eftir rysjótta tíð síðustu dægrin en hálka eða hálkublettir á þeim flestum.

Framundan er hlé á þeirri miklu kuldatíð sem staðið hefur linnulítið hér austanlands allar götur frá byrjun desember en von er á nokkrum hlýindum bæði á þriðju- og fimmtudag. Þess utan verður hitastigið um eða yfir frostmark langt fram eftir vikunni.

Vegagerðin varar þó við hugsanlegu grjóthruni undir Grænafelli á Fagradal og enn er ófært um Vattarnesið en þar féll snjóflóð yfir veginn í síðustu viku. Þá eru hreindýr að gera sig heimakomin við vegi mjög víða, meðal annars á Fagradal og Fjarðarheiði og á Hringveginum milli Djúpavogs og Hafnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.