Veittu 7,6 milljóna styrki til menningar og lista í Múlaþingi

Alls 30 einstaklingar og stofnanir hlutu styrk úr fyrri styrkveitingu úr menningarsjóði Múlþings þetta árið en alls voru rúmar 7,6 milljónir króna til skiptanna.

Styrkjunum var úthlutað í síðustu viku en alls bárust umsóknir frá 32 aðilum vegna 35 mismunandi verkefni að þessu sinni og farið fram á 21 milljón króna. Alls var úthlutað 750 þúsund vegna verkefna á Borgarfirði eystra, 2,3 milljónir til listamanna á Egilsstöðum, 2,5 milljónir til Seyðisfjarðar, 700 þúsund til menningarstarfs á Djúpavogi og tæp 1,4 milljón króna til óstaðbundinna verkefna í sveitarfélaginu.

Hæstu einstöku styrkirnir, upp á 400 þúsund krónur, fóru í fyrirhugað keramikstúdíó LungA-skólans á Seyðisfirði, dvalar og fræðsludagskrá fyrir listamenn og aðgerðarsinna úr hópi hinsegin samfélagsins, til Skaftfells vegna gerðar tvíhliða korts af helstu menningarstöðum á Austurlandi, til Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunnar, framþróun tónleikaraða í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra og til verkefnisins Fiskisúpa sem ætlað er að kynna ljósmyndurum og myndlistarmönnum verk sín á hinum ýmsu stöðum.

Tveir styrkir fóru til listamiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði að þessu sinni. Annars vegar til kortagerðar yfir helstu menningarstaði Austurlands og til útgáfu bókar til marks um að 25 ár eru liðin síðan frá stofnuninni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.