Orkumálinn 2024

Vilja gera Kaupvang að kraftmeira hjarta Vopnafjarðar

Útlit er fyrir að mun meira líf færist í hið merka hús Kaupvang á Vopnafirði en vonir margra á staðnum eru að húsið verði mun kraftmeira hjarta bæjarins en hingað til hefur verið.

Ein þeirra sem þess óska er Fanney Björk Friðriksdóttir, formaður menningar- og atvinnumálanefndar Vopnafjarðarhrepps, en hún segir nú loks að birta aðeins til í málefnum hússins og ekki seinna vænna.

„Það hafa verið köll eftir að ráða sérstakan aðila sem sæi um menningar-, atvinnu og ferðamál á svæðinu og reyndar stóð til að ráða slíkan aðila strax á síðasta ári samkvæmt áfangastaðaáætlun Austurlands. Slíkan aðila þarf til að koma hjólunum af stað í þessum málaflokkum.“

Nú loks er útlit fyrir að það vera að hluta til að veruleika því Austurbrú hefur auglýst eftir sérstökum verkefnisstjóra með aðsetur á Vopnafirði og sá mun til að byrja með hafa með þessi mál að gera auk annars að sögn Fanneyjar.

„Kaupvangur er gamalt hús með mikla sögu, á góðum stað í bænum og glæsilegt á að líta. Það hefur nú þegar góðan veitingastað, vesturfarasafn, handverkssölu á sumrin og fleira en mér og öðrum finnst vanta að einhver extra kraftur verði settur í að gera þetta að alvöru menningarmiðstöð. Það margt sem betur má fara í að koma Vopnafirði á kortið en við erum með frábæra innviði, margar náttúruperlur og tækifæri fyrir kröftugt fólk.“

Fanney segir sem dæmi að upp hafi komið sú hugmynd að setja upp röð sýninga í húsinu um vopnfirsk skáld en eitthvað slíkt myndi stórauka menningargildi hússins fyrir bæði íbúa og gesti.

Kaupvangshúsið er eitt hið merkasta í Vopnafirði en þar á stundum vantað upp á að líf sé í húsinu. Það skal brátt færa til betri vegar. Mynd Austurland.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.