Aðalfundur Vísindagarðsins

Nýverið hélt Vísindagarðurinn ehf. aðalfund sinn fyrir starfsárið 2008/2009. Vísindagarðurinn ehf. er hlutafélag í eigu þriggja aðila, ríkissjóðs, Fljótsdalshéraðs og Samstarfsfélags um Vísindagarðinn, sem er félag flestra stoðstofnana og –félaga á Austurlandi.

honnun2.jpg

 

Í tilkynningu segir að hlutverk Vísindagarðsins ehf. sé að reka fasteignir til að hýsa rannsókna- og þróunarstarf og almennt að starfa náið með þeim sem vinna að slíkum verkefnum með það að markmiði að auka slíkt starf á svæðinu.

 

 Á fundinum var m.a. rætt um húsnæðismál en stjórn félagsins þurfti á starfsárinu að fresta framkvæmdum við fyrirhugaða nýbyggingu, vegna þess ástands sem skapaðist í efnahagsmálum landsins.

 

Á árinu lét Guðmundur Ólafsson af formennsku í félaginu en Jónína Rós Guðmundsdóttir tók við.  Pétur Bjarnason tók við framkvæmdastjórn af Ívari Jónssyn í ársbyrjun. Stjórn var endurkjörin að öðru leyti en því að Jóhanna Gísladóttir tók við Ólöfu Nordal alþingismanna, sem fulltrúi ríkissjóðs.

 

Nú skipa eftirtaldir stjórn félagsins: Jónína Rós Guðmundsdóttir formaður, Jón Kristjánsson, Jóhanna Gísladóttir, Stefanía G. Kristinsdóttir og Gunnlaugur Guðjónsson.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.