Ævintýraleg List í ljósi framundan
List í ljósi, listahátíð þar sem endurkomu sólarinnar á Seyðisfirði er fagnað með listaverkum sem lýsa upp bæinn, verður haldin í níunda sinn um helgina. Listaverkin eru fleiri en oft áður.„Hátíðin er stór í ár, 27 verk. Það eru margir skúlptúrar og gagnverk verk, sem fólk getur haft áhrif á hvernig birtast,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, stjórnandi hátíðarinnar.
Þó nokkur verk eru eftir austfirska listamenn. „Við reynum alltaf að hafa þá í sviðsljósinu. Það má segja að það sé ákveðinn þráður milli þeirra verka sem sé hugleiðsla eða ævintýraheimur. Það verður því ævintýraleg lífsreynsla að labba slóðina í ár.
Það er líka gaman þegar skólar og stofnanir taka þátt. Það eru tvö verk eftir nemendur í Seyðisfjarðarskóla og annað eftir nemendur LungA-skólans.“
Eins eru verk eftir erlenda listamenn. „Abigail Portner er gestalistamaður Skaftfells. Hún hefur komið hingað nokkrum sinnum áður en hún sér mikið um sviðsmyndir fyrir þekkt tónlistarfólk á borð við Animal Collective og John Cale. Hún verður með verk inni og utan á Skaftfelli.
Martin Ersted frá danska listahópnum Ball & Brand hefur ferðast um heiminn til að taka sýni af jöklum sem eru að bráðna. Hann sýnir áhrifamikið verk sem heitir „Ísinn bráðnar á pólnum.“
Francesco Fabris & Kateřina Blahutová sýna sigurverk Vetrarhátíðar í Reykjavík, „Glitsteina.“ Það samanstendur úr skúlptúrum úr endurnýttu plasti sem fljóta á Lóninu. Þá erum við með verk eftir palestínskt ljóðskáld sem lýsir hugarheimi þess,“ segir Sesselja.
Listaverk hátíðarinnar verða í gangi frá 18-22 á föstudag og laugardag. Á meðan er slökkt á götuljósunum svo verkin njóti sín sem best í umhverfi Seyðisfjarðar. Hátíðin fékk Eyrarrósina árið 2019 sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Listafólk og listaverk á List í ljósi 2024
Seyðisfjarðarskóli - Án titils
Seyðisfjarðarskóli - Hvað segirðu
Tessa Rivarola - Muñequita rota / Broken doll
Creature Post - Serpent
oceanfloor group - (l_e_t_t_e)
Jessica Auer - Merki
Hallur á Hálvmørk Joensen - Flickering nonsense
Hekla Dögg Jónsdóttir - Gegnum / Through
LungA School - Losing Looping Forgetting
Båll & Brand - The Ice is Melting at the Pøules
Mazen Maaroof - Downtown
Francesco Fabris & Kateřina Blahutová - Glitsteinar
Katla Rut Pétursdóttir - Dlindlá - Sólarfangarinn /
Dlindlá - Sun catcher
List í Ljósi - What does it truly mean?
Bíbí Kabarí - WIGS/Kollur
Björt Sigfinnsdóttir - Enchanted Harmony, Fragments of time.
List í Ljósi - Sky
Vikram Pradhan - Visible Signs That Something Isn’t Right
Edda Karólína - Kemur í ljós
Apolline Fjala - The end of the line.
Orkusalan & List í Ljósi - Í hvað fer þín orka?
John Grzinich - Powerless Flight
Garðar Bachmann Þórðarson - Still as light
RARIK & List í Ljósi - Boltaland
Abigail Portner - Carousel
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir - Lux Aaterna
Sesselja Hlín Jónasardóttir - Look up!