Bræðsludagskráin næsta sumar að taka á sig mynd

Forsprakkar hinnar sívinsælu Bræðsluhátíðar á Borgarfirði eystri ekki þekktir fyrir að tvínóna neitt við hlutina. Nú þegar er ljóst orðið hvaða listamenn þjóðarinnar  spila aðalbræðslukvöldið þann 27. júlí næstkomandi.

Það ekki minni tónlistarmenn en Aron Can, GDRN, Hildur, Kælan Mikla auk Magna Ásgeirssonar sjálfs með sitt band þekkta band Á móti sól. Rúsían í pylsuendanum gæti þó, fyrir rokkara á öllum aldri, hugsanlega verið þegar meðlimir Gildrunnar grípa í hljóðfærin á sviðinu í bræðslunni gömlu.

Að sögn Magna er þetta líkast til endanlegt úrval listamanna aðalkvöld hátíðarinnar þó hann viðurkenni fúslega að það sé veikleiki forspakka Bræðslunnar að vilja gjarnan bæta einum eða öðrum listamönnum við dagskrána þegar líður að þessari stærstu hátíð þorpsbúa ár hvert.

„Þetta er auðvitað fyrir utan þessa „off-venue“ viðburði sem fram fara dagana fyrir aðalkvöldið en þeir verða kynntir fljótlega. Að þessu sinni ætlum við að breyta aðeins til varðandi miðasöluna. Keyptir miðar verða sendir í snjallsíma kaupenda og þeir svo skannaðir til að fá aðgang að tónleikastöðunum. Þetta auðveldar ýmislegt bæði fyrir gesti og ekki síður okkur. Nú getum við til dæmis látið fólk beint vita af viðburðum sem verða til fyrirvaralítið eða öðru því sem máli skiptir meðan fólk er hér. Þetta er gert í samstarfi við fyrirtækið Glaze sem ágætur vinur okkar Jónas Sigurðsson stofnaði ásamt fleirum.“

Miðasalan fyrir hátíðina 2024 hefst eftir mánaðarmótin strax þann 3. apríl að sögn Magna og sá dagur valinn því það sé afmælisdagur Bræðslupabbans sjálfs, föður Magna Ásgeirs Arngrímssonar.

Dúndurstemmning og vel troðið sem ávallt á aðaltónleikum Bræðslunnar á síðasta ári. Það vita þeir sem sótt hafa að litlu minni stemming og mannfjöldi er utandyra. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.