Carmina Burana flutt á sunnudag

Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.

carmina_burana_-_wheel_of_fortune.jpg

Tónverkið er meðal vinsælustu tónverkum sögunnar og að jafnaði flutt einu sinni á dag einhvers staðar í heiminum.Upphafs- og lokakaflinn úr verkinu hefur ratað inn í fantasíukvikmyndir, auglýsingar og tölvuleiki.Verkið er flutt af Kór Fjarðabyggðar, Kammerkór Austurlands, ásamt slagverkssveit og tveimur píanóleikurum. Verkið hefur verið mikið flutt hér á landi, víða um land og nú er röðin komin að Austurlandi.

Tónleikarnir verða 19. april kl. 17 og 20.

Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrólfur Sæmundsson og Þorbjörn Rúnarsson.Stjórnandi er Kári Þormar 

Sjá nánar á www.tonleikahus.is

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.