Carmina Burana flutt á sunnudag
Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.
Tónverkið er meðal vinsælustu tónverkum sögunnar og að jafnaði flutt einu sinni á dag einhvers staðar í heiminum.
Tónleikarnir verða 19. april kl. 17 og 20.
Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrólfur Sæmundsson og Þorbjörn Rúnarsson.
Sjá nánar á www.tonleikahus.is