Dregið saman í rekstri Fljótsdalshéraðs

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að fara í sparnaðaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins.

Sparnaðurinn snýr að rekstrarútgjöldum og kemur til vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í skatttekjum sveitarfélagsins, umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Er um að ræða um 87 milljónir króna. Mest á að draga saman í samgöngumálum og í liðnum óvissum útgjöldum.

fljtsdalshra_merki.jpg

Spara á fimm milljónir króna í félagsþjónustu, 600 þúsund í heilbrigðismálum, 10,5 milljónir í fræðslumálum, 1,4 milljónir í menningarmálum, 6,2 milljónir í æskulýðs- og íþróttamálum, 3,1 milljón í brunamálum og almannavörnum, 1 milljón í hreinlætismálum, 1 milljón í skipulags- og byggingarmálum, 14,5 milljónir í samgöngumálum, 4,5 milljónir í umhverfismálum, 2 milljónir í atvinnumálum, 7,1 milljón í sameiginlegum kostnaði og 20 milljónir í óvissum útgjöldum. Þá verða sparaðar 15 milljónir í eignasjóði (viðhaldsliðum) og milljón í þjónustumiðstöð.

 

Þá hefur verið ákveðið að taka hundrað og fimmtíu milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til 15 ára. Er lánið tekið vegna gatna- og fráveituframkvæmda á árinu 2008.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.