Erfið störf landpósta í máli og myndum að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði

Mikla athygli vakti í liðnum desember þegar göngugarpurinn Einar Skúlason ákvað að ganga frá Seyðisfirði til Akureyrar sömu leiðina og landpóstar fyrr á öldum þurftu að fara oft á hverju ári. Almennt fer lítið fyrir sögu landpóstanna hvers starf var vafalítið með þeim allra erfiðustu á erfiðum tímum. Áhugasamir geta kynnt sér hluta þeirrar sögu á ágætu litlu safni að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði.

Það var fyrir áhuga Kristbjargar Erlu Alfreðsdóttur, eins ábúandans að Ásbrandsstöðum skammt frá þéttbýlinu á Vopnafirði, sem fjölskylda hennar opnaði safn í því sem áður fyrr var nýtt sem bílskúr en á staðnum hefur verið rekin ferðaþjónusta um hríð með góðum árangri. Þar innandyra er ekki aðeins boðið upp á ágæta aðstöðu til skemmtana af ýmsu tagi heldur má þar líka berja augum fjölmarga muni og myndir af starfi landpóstanna en tveir forfeður Kristbjargar sinntu því erfiða starfi um langt skeið. Fór þeir á milli Vopnafjarðar og Norður-Þingeyjasýslu með reglulegu millibili í hvaða veðri sem var og eiga sér báðir merka sögu.

Alls óhætt er að mæla með heimsókn í safnið að Ásbrandsstöðum og líka að banka bara upp á ef safnið skyldi vera lokað þegar áhugusama ber að garði. Þess má geta að Ásbrandsstaðir eru aðeins spottakorn frá tveimur öðrum merkilegum söfnum í firðinum. Annars vegar hið þekkta Burstarfell sem er landsþekktur áfangastaður en hér nálægt er einnig Bíla-, bauka- og smámunasafnið á Svínabökkum sem er æði skemmtilegt heimsóknar. Austurglugginn hefur fjallað ítarlega um bæði Landpóstasafnið og Bíla-, bauka- og smámunasafnið í máli og myndum síðustu misserin.

Kristbjörg í safnahúsinu en þar er einnig reglulega boðið upp á skemmtanir af ýmsu tagi og hefur ferðafólk á svæðinu tekið vel í það framtak. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.