Farið með gát á vélsleðum

Flest vélsleðaslys undanfarinna ára má rekja til þess að of hratt var ekið miðað við aðstæður. Mjög oft er erfitt að greina misfellur, hæðir og hóla frá öðru þar sem snjórinn framan við sleðann jafnar oft þessa hluti út, að því er segir í tilkynningu frá Forvarnarhúsi.

snowmobil20200720008.jpg

Nokkur aukning hefur átt sér stað á vélsleðaeign landsmanna síðustu 6 árin eða um 35%. Aukning tjóna á sama tíma er 53%. Þó hefur fjöldi slasaðra staðið í stað eða um 37 manns á ári. Alls hafa 183 slasast á vélsleðum þessi 6 ár í 443 tjónum. Það sem af er þessu ári hafa 9 slasast eða látast í 50 tjónum.

 

„Aðalvandinn er að vélsleðamenn sjá oft ekki vel hvað framundan er og aka því of hratt miðað við aðstæður. Flestir voru að slasast og látast við að aka fram af hengju eða 29% slysanna. Næst algengasta ástæða slysa var að menn óku ofan í gjótur, skurði eða lægðir og stungu sleðum í bakkann hinum megin.

 

Hvað tjón á sleðunum varðaði, þá var lang algengast að ökumenn þeirra óku á jarðfasta hluti, steina, íshröngl, girðingar eða annað sem sást ekki mjög vel. Í öðru og þriðja sæti voru óhöpp sem rekja má til sama vanda, að sjá illa hvað framundan er í akstri. Við þær aðstæður eru menn að aka fram af hengju, eða í skurði.

 

Í 21% tilfella voru ökumenn að velta vélsleðunum, ýmist þar sem þeir voru að snúa þeim eftir að hafa ekið upp brattar brekkur eða að þeir misstu stjórn á þeim á jafnsléttu og veltu þeim. Við þessar aðstæður urðu 24% slysanna," að því er segir í tilkynningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.