Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag

Kristján L. Möller samgönguráðherra afhenti bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs í dag staðfestingu á greiðslu 100 milljóna króna viðbótarframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps árið 2004.

fljtsdalshra.jpg

Forsögu málsins má rekja til fyrrnefndrar sameiningar þriggja sveitarfélaga árið 2004 en allar götur síðan hafa farið fram viðræður milli sveitarfélagsins og yfirvalda um framlög vegna sameiningarinnar. Niðurstaða þeirra varð sú að Fljótsdalshérað væri hluti af sameiningarátakinu sem stóð yfir á þeim tíma, að því er segir í tilkynningu.

 

 Heimild var veitt í fjáraukalögum ársins 2008 fyrir framlaginu. Samgönguráðuneytið, sem tók við sveitarstjórnarmálum í ársbyrjun 2008, lagði áherslu á að greiðsla þess yrði tengd sameiningu Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.

 

Ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála ákvað að þar sem sameiningarviðræður sveitarfélaganna væru hafnar skyldi framlagið greitt og afhenti Kristján L. Möller í dag Eiríki Bj. Björgvinssyni bæjarstjóra bréf því til staðfestingar. Hefur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verið falið að ganga frá greiðslunni svo fljótt sem verða má.

              

Mynd: Kristján L. Möller afhenti í dag Eiríki Bj. Björgvinssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs bréf um að sveitarfélagið fái 100 milljónir úr jöfnunarsjóði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.