Færri konur í framboði

Mun færri konur eru á framboðslistum flokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag en í kosningunum 2003 og 2007. Hlutfall kvenna er nú rúm 40% en var rúm 47% árið 2007. Lakast er hlutfall kvenna í Norðausturkjördæmi eða 33% en hæst er hlutfallið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 45%. Hlutfallslega fæstar konur eru í framboði fyrir P-lista Lýðræðishreyfingarinnar eða 19% en flestar hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum, tæplega 51%. Frá þessu greinir á mbl.is.

konur.jpg

 

Færri konur en í tvennum síðustu kosningum

 

Alls eru 882 einstaklingar á framboðslistum framboðanna 7 fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl. Konur eru 355 eða 40,25% en karlarnir 527 eða 59,75%.

 

Ef kynjaskipting á framboðslistum er skoðuð í tvennum síðustu alþingiskosningum má sjá að heldur hefur hallað á konur. Árið 2003 var hlutfall kvenna á framboðslistum 42,4% en karla 57,6%. Árið 2007 lagaðist hlutfallið verulega og var hlutfall kvenna 47,2% á framboðslistum en karla 52,8%. Nú hrapar hlutfallið á ný eins og áður segir.

 

Norðausturkjördæmi sker sig nokkuð úr hvað varðar kynjahlutföll en karlar eru 67% frambjóðenda en konur aðeins 33%.

  

http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/21/faerri_konur_a_frambodslistum/

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.