Fréttaritaraþjálfun ungs fólks

UNICEF á Íslandi hefur hleypt af stokkunum verkefninu Fréttaritaraþjálfun unga fólksins í samstarfi við RÚV og Morgunblaðið. Um er að ræða þjálfun ungra ‚fréttaritara‘ á aldrinum 13-16 ára (öllum opið í 8., 9. og 10. bekk) um allt land þar sem ungmenni fá þjálfun í að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri í fjölmiðlum. Þjálfunin hefur þegar farið fram á Ísafirði og í Reykjavík. Næst verður farið til Egilsstaða dagana 16.-18. apríl.

unicef.gif

 


Ungmennin munu vinna efni fyrir RÚV og Morgunblaðið á meðan á þjálfuninni stendur sem verður birt eða útvarpað eftir hverja þjálfun. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á : http://www.unicef.is/frettaritari.


 
Vonast er til þess að verkefnið verði valdefling fyrir ungmenni og hvetji þau til að koma skoðunum sínum á framfæri. „Við teljum Fréttaritaraþjálfun unga fólksins í raun nauðsynlega í þeim samfélagsbreytingum sem nú eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi. Þessar breytingar snerta mjög framtíð íslenskra ungmenna. Það er von okkar að eftir fréttaritaraþjálfunina verði tugir íslenskra ungmenna um land allt reiðubúin að láta í sér heyra og geti orðið virkir ‘fréttaritarar’ ungmenna á Íslandi,“ sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF Ísland. „Við vonumst til að með þjálfuninni og þeim verkefnum sem á eftir koma skapist tækifæri til að hleypa hugmyndum ungmenna meira inn í umræðuna.“


 
Framkvæmd Fréttaritaraþjálfunar unga fólksins er í höndum UNICEF og fjölmiðla. Hver þjálfun stendur í þrjá daga og mun að hluta til fara fram á svæðisstöð RÚV á hverjum stað. Skráning í þjálfunina á Egilsstöðum stendur yfir til 15. apríl. Miðað er við að halda þjálfunina á fimmtudegi og föstudegi, kl. 17-20, og á laugardegi kl. 11-17.


 
Verkefninu var ýtt úr vör á Heimsdegi barna í fjölmiðlum (International Children’s Day of Broadcasting), 1. mars. Efnt er til verkefnisins í tilefni af 20 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í ár en í honum segir m.a. að aðildarríki skuli tryggja rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og að taka skuli tillit til skoðana barna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.