Glænýir eigendur Sesam brauðhúss bjóða glaðan dag á morgun

Nýir eigendur hins vinsæla Sesam brauðhúss á Reyðarfirði ætla að bjóða upp á nokkrar nýjungar á sérstökum opnunardegi á morgun laugardag en þar skal bjóða gestum öllum upp á forvitnilegar nýjungar af tilefninu auk þess sem eigendurnir allir verða til staðar að taka mót fólki og bjóða alla velkomna.

Það aðeins fjórir dagar síðan nýir eigendur tóku formlega við bakaríinu og kaffihúsinu sem margir Reyðfirðingar kalla félagsmiðstöðina sína enda þar ekki bara gott bakkelsi og betra kaffi heldur og afar notaleg stemmning í hjarta Reyðarfjarðar. Þar um að ræða tvenn hjón; annars vegar bakarameistarann sjálfan Val Þórsson ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Sveinsdóttur og hins vegar systur hennar, Þóreyju og mann hennar Gregorz Zielke. Öll eru þau staðráðin í að gera brauðhúsið að enn betri stað en verið hefur og þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda varla til sá maður sem ekið hefur gegnum bæinn síðustu árin án þess að stoppa þar við og birgja sig upp af góðgæti.

Þrátt fyrir að hjónakornin hafi aðeins fengið lyklana um áramótin má strax sjá ákveðnar breytingar á staðnum og að sögn eigenda eru þau rétt að byrja. Fyrst er samt að bjóða í formlega opnunarveislu og lofa þau þar nýjungum sem ekki sjást almennt á borðum Sesam. Það aðeins fyrsta skrefið í að gera gott enn betra í framtíðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.