HÍ opinn stúdentum í sumar

Háskóli Íslands hefur ákveðið að gefa stúdentum kost á að nýta aðstöðu í Háskólanum í sumar til að vinna að námi sínu. Einnig er verið að kanna möguleika á að bjóða upp á valin námskeið og að halda skrifleg próf í ágúst. Í þessu sambandi er í mörg horn að líta, s.s. varðandi kostnað, námskeiðaval, gæðakröfur og skipulag og umsýslu. Stórfellt atvinnuleysi stúdenta í sumar er fyrirsjáanlegt. Í tilkynningu frá skólananum segir að hann hafi að markmiði að vinna með stúdentum og stjórnvöldum að því að finna leiðir til að auka þjónustu við stúdenta í sumar eins og nokkur er kostur.

hi.jpg

 

Fjöldi nema við HÍ efndu til setuverkfalls í skólanum í fyrradag og kröfðust þess að skóliknn

Menntamálaráðherra segir kostnað ríkisins vegna háskólanema í námi í sumar geta hlaupið á milljörðum vegna námslána og fæstir þeirra eigi rétt á atvinnuleysisbótum. Fjöldi nemenda fór í setuverkfall í skólanum í fyrradag og kröfðust kennslu í sumar. Þeir sögðu atvinnuleysi annars blasa við um tólf þúsund háskólanemum. Stúdentaráð Háskóla Íslands og nemendafélög tóku undir þessa kröfu.

 

 Á fundi háskólaráðs í fyrradag voru kröfur stúdenta Háskóla Íslands um sumarnám ræddar ítarlega. Á fundinum lýstu fulltrúar í háskólaráði ríkum vilja til þess að finna farsæla og skjóta lausn á málinu. Fyrir fundinum lá minnisblað þar sem reifaðir eru möguleikar um leiðir til að mæta óskum stúdenta. Þó er ljóst að ekki er unnt að verða við óskum stúdenta að verulegu leyti nema til komi auknar fjárveitingar til Háskólans.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.