Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, úr Djúpavogshreppi, er komin í sjö manna úrslit Idol-Stjörnuleitar.

 

ImageHanna Elísa keppti á föstudagskvöld í átta manna úrslitum þar sem keppendur sungu lög úr kvikmyndum. Hún söng lag Simons og Garfunkels, Sound of Silence. Lagið er á vef þáttaraðarinnar kennt við myndina The Graduate, þar sem það er spilað þrisvar sinnum.
Lagið er samið í kjölfar morðsins á John F. Kennedy árið 1963 og var ætlað að endurspegla viðbrögð bandarísku þjóðarinnar í kjölfar þess. Lagið hefur verið notað í fleiri kvikmyndum. Í kvikmyndinni Bobby, sem fjallar um morðið á Robert Kennedy og sýnd var í Ríkissjónvarpinu um helgina, er það spilað skömmu fyrir morð á honum. Í kvikmyndinni Watchmen, sem nú er í kvikmyndahúsum, er það spilað við jarðarför Grínistans, sem á að hafa skotið John F. Kennedy.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.