Heimildarmyndin Laxaþjóð frumsýnd á Íslandi

Í kvöld fer fram formleg frumsýning á hálfrar klukkustundar langri heimildarmynd um baráttu hópa og samfélaga gegn laxeldi og laxeldisáformum í fjörðum landsins. Frumsýnt er í Reykjavík en á sunnudaginn kemur munu aðstandendur koma austur og sýna myndina í Herðubreið á Seyðisfirði.

Heimildarmynd þess er sérstaklega um laxeldi á Íslandi, baráttu ýmissa hópa og einstaklinga gegn þeim iðnaði í öllum fjörðum en þeir fáir firðirnir eftir þar sem einhvert eldi fer ekki fram. Það var þó ekki að frumkvæði Íslendinga sem myndin var fjármögnuð og framleidd heldur er þar um að ræða stórfyrirtækið Patagonia sem þekkt er fyrir útivistarfatnað og vörur ýmsar því tengdu. Patagonia hefur gegnum tíðina reglulega fjármagnað heimildarmyndir um umdeildan iðnað sem áhrif hefur á náttúruna hér og þar í veröldinni.

Það þó ekki svo að ekki hafi verið leitað fulltingis innlendra aðila á borð við Vá-Félags um verndun fjarðar og  Katrínu Oddsdóttur, lögfræðings og baráttukonu, auk margra annarra sem varað hafa við hraðri uppbyggingu laxeldis í landinu. Í samtali við Austurfrétt segir Katrín spenning fyrir frumsýningunni. Svo mikinn að hún beinlínis verið í miðbænum í allan dag vegna frumsýningarinnar.

„Það er töluvert búið að ganga á þennan daginn en mest er ég og aðrir í þessu spennt fyrir að koma austur og leyfa Seyðfirðingum og öðrum áhugasömum að njóta í góðum sal og góðum aðstæðum í Herðubreið. Þar auðvitað hvergi eins mikill samhugur gegn laxeldisáformum og á Seyðisfirði og gleðiefni að bjóða þeim öllum á sýninguna. Það ekki bara ég heldur ætlar Villi Naglbítar að mæta auk fleiri og saman gerum við þetta að skemmtilegum viðburði á einhverjum skemmtilegasta stað landsins sem ég veit um.“

Fyrir þá einstaklinga eða aðila sem ekki komast á frumsýninguna eða í Herðubreið um helgina er einnig hægt að horfa á myndina í heild hér að neðan en hún var sett á YouTube og aðra samfélagsmiðla fyrr í dag af hálfu Patagonia.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.