HK Íslandsmeistarar í blaki

HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld með því að leggja lið Þróttar Nes í Neskaupstað 0-3 (21-25,12-25,14-25). Lið HK átti afbragðsgóðan leik og gaf engin færi á sér. Fyrsta hrinan var jöfn en heimastúkur náðu ekki að halda kraftinum út alla hrinuna  og endaði hún 21-25. Síðari tvær hrinurnar voru nokkuð keimlíkar. HK náði miklu forskoti  strax í upphafi í báðum hrinum og náði m.a  7 stigum á móti 0 í annari hrinu, eftir það varð ekki við neitt ráðið og virtust þær ekki finna taktinn aftur þrátt fyrir gríðarlegan stuðning áhorfenda sem fylltu íþróttahúsið. 

hk_slandsmeistarar.jpg

HK átti góðan leik, liðið er mjög samstillt, góð liðsheild  og hefur reynsluna með sér en það samanstendur af leikmönnum sem hafa leikið lengi saman.  Hið unga lið Þróttar er búið að standa sig afbragðs vel í vetur og geta þær því gengið sáttar af velli eftir frammistöðu vetrarins.

 

Að leik loknum afhenti Jason Ívarsson, formaður BLÍ, HK stúlkum bikarinn en hann hefur verið í geymslu Þróttarstúlkna síðastliðið ár.

                                                                                                                           ÁL

Ljómynd: Íslandsmeistarar HK með bikarinn góða/ÁL

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.