Hreinn Haraldsson skipaður vegamálastjóri

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað Hrein Haraldsson vegamálastjóra. Skipað er í embættið til fimm ára. Embætti vegamálastjóra var auglýst laust til umsóknar í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út 23. mars. Hreinn var eini umsækjandinn. Samgönguráðherra afhenti Hreini skipunarbréf í dag á skrifstofu ráðuneytisins. Vegamálastjóri veitir Vegagerðinni forstöðu. Helstu verkefni Vegagerðarinnar skiptast í framkvæmdir í vegamálum, umsjón með rannsóknum og þróun á sviði vegamála auk stjórnsýslu og eftirlits.

hreinn_haraldsson_vegamlastjri.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.