Hver er Austfirðingur ársins 2023?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu fyrir afrek á nýliðnu ári.

Tekið verður á móti tilnefningum út sunnudaginn 28. janúar en kosningin sjálf fer af stað í kjölfarið.

Tilnefningar er hægt að senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða koma á framfæri á Facebook-síðu Austurfréttar. Æskilegt er að stuttur rökstuðningur fylgi tilnefningunni.

Eftirtalin hafa áður verið valdir Austfirðingar ársins á Austurfrétt:

2022: Jóhann Valgeir Davíðsson
2021: Davíð Kristinsson
2020: Seyðfirðingar
2019: Jóhann Sveinbjörnsson
2018: Steinar Gunnarsson
2017: Ólafur Hr. Sigurðsson
2016: Þórunn Ólafsdóttir
2015: Tara Ösp Tjörvadóttir
2014: Tinna Rut Guðmundsdóttir
2013: Friðþór Harðarson og Sigurður Friðþórsson
2012: Árni Þorsteinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.