Lesendur fyrir austan á öðru máli en lesendur á landsvísu
Notendur Bókasafns Héraðsbúa fylgdu ekki meginstraumi bókasafnsnotenda á landsvísu á síðasta ári. Aðeins ein af vinsælustu bókunum hjá bókasöfnum á landsvísu nær inn á topp 10 yfir vinsælustu bækurnar á Bókasafni Héraðsbúa árið 2023. Sú bók er Reykjavík: glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson.
Bókasafn Héraðsbúa hefur birt lista yfir vinsælustu fullorðinsbækur og vinsælustu ungmennabækur síðasta árs á Instagram-síðu sinni. Vinsælasta bókin hjá fullorðnum var Kannski í þetta sinn eftir breska höfundinn Jill Mansell.
Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Héraðsbúa 2023.
Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
Elspa : saga konu / Guðrún Frímannsdóttir
Þræðir í lífi Bertu / Ella
Dauðinn á opnu húsi : Österlen-morðin / Anders De La Motte, Måns Nilsson
Violeta / Isabel Allende
Banvænn sannleikur / Angela Marsons
Daladrungi / Viveca Sten
Minningaskrínið / Kathryn Hughes
Prestsetrið : saga um glæp / Ármann Jakobsson
Reykjavík : glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
Svo sem sjá má í lista hér að ofan náði Reykjavík: glæpasaga 10. sætinu í vinsældum útlánaþega á síðasta ári. Hún var hins vegar í öðru sæti yfir mest lánuðu bækur landsins hjá öllum bókasöfnum. Þann lista má sjá neðst í fréttinni. Athygli vekur að bróðir forsætisráðherra nýtur einnig vinsælda notenda Bókasafns Héraðsbúa en Prestsetrið: saga um glæp eftir Ármann Jakobsson var sú níunda vinsælasta á síðasta ári. Hún komst hins vegar ekki á topp tíu á landsvísu.
Vinsælasta ungmennabókin á Bókasafni Héraðsbúa á síðasta ári var Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.
Vinsælustu ungmennabækurnar á Bókasafni Héraðsbúa 2023.
Hrím / Hildur Knútsdóttir
Hvað veistu um tölvuleiki? / Birkir Grétarsson, Huginn Þór Grétarsson
Venni Vippa / Elvar Freyr Arnþórsson
Akam, ég og Annika / Þórunn Rakel Gylfadóttir
School for good and evil / Soman Chainani
Tíu mest lánuðu bækur landsins árið 2023
One Piece / story and art / Eiichiro Oda
Reykjavík: glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
Hamingja þessa heims: riddarasaga / Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Stóri bróðir / Skúli Sigurðsson
Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
Eden / Auður Ava Ólafsdottir
Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir