Lesendur fyrir austan á öðru máli en lesendur á landsvísu

Notendur Bókasafns Héraðsbúa fylgdu ekki meginstraumi bókasafnsnotenda á landsvísu á síðasta ári. Aðeins ein af vinsælustu bókunum hjá bókasöfnum á landsvísu nær inn á topp 10 yfir vinsælustu bækurnar á Bókasafni Héraðsbúa árið 2023. Sú bók er Reykjavík: glæpasaga eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ragnar Jónasson.



Bókasafn Héraðsbúa hefur birt lista yfir vinsælustu fullorðinsbækur og vinsælustu ungmennabækur síðasta árs á Instagram-síðu sinni. Vinsælasta bókin hjá fullorðnum var Kannski í þetta sinn eftir breska höfundinn Jill Mansell.

Vinsælustu fullorðinsbækurnar á Bókasafni Héraðsbúa 2023.
Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
Elspa : saga konu / Guðrún Frímannsdóttir
Þræðir í lífi Bertu / Ella
Dauðinn á opnu húsi : Österlen-morðin / Anders De La Motte, Måns Nilsson
Violeta / Isabel Allende
Banvænn sannleikur / Angela Marsons
Daladrungi / Viveca Sten
Minningaskrínið / Kathryn Hughes
Prestsetrið : saga um glæp / Ármann Jakobsson
Reykjavík : glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson

Svo sem sjá má í lista hér að ofan náði Reykjavík: glæpasaga 10. sætinu í vinsældum útlánaþega á síðasta ári. Hún var hins vegar í öðru sæti yfir mest lánuðu bækur landsins hjá öllum bókasöfnum. Þann lista má sjá neðst í fréttinni. Athygli vekur að bróðir forsætisráðherra nýtur einnig vinsælda notenda Bókasafns Héraðsbúa en Prestsetrið: saga um glæp eftir Ármann Jakobsson var sú níunda vinsælasta á síðasta ári. Hún komst hins vegar ekki á topp tíu á landsvísu.

Vinsælasta ungmennabókin á Bókasafni Héraðsbúa á síðasta ári var Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.

Vinsælustu ungmennabækurnar á Bókasafni Héraðsbúa 2023.
Hrím / Hildur Knútsdóttir
Hvað veistu um tölvuleiki? / Birkir Grétarsson, Huginn Þór Grétarsson
Venni Vippa / Elvar Freyr Arnþórsson
Akam, ég og Annika / Þórunn Rakel Gylfadóttir
School for good and evil / Soman Chainani

Tíu mest lánuðu bækur landsins árið 2023
One Piece / story and art / Eiichiro Oda
Reykjavík: glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
Hamingja þessa heims: riddarasaga / Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Stóri bróðir / Skúli Sigurðsson
Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
Eden / Auður Ava Ólafsdottir
Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.