Listaháskólanemar leita í smiðjur Seyðfirðinga

Þrettán manna hópur nema á þriðja ári í Listaháskóla Íslands hefur um tíma verið í sérstakri vinnustofuheimsókn á Seyðisfirði en þeirra heimsókn mun ljúka með opnun sérstakrar sýningar þeirra í Skaftfelli á föstudaginn kemur.

Hópurinn hefur ekki aðeins dvalist í bænum síðustu dægrin heldur og gert sér far um að kynnast bænum sjálfum, fólkinu sem þar býr og aðstæðum öllum sem listanemendurnir hafa svo nýtt sér í listsköpun sinni með dyggri aðstoð Gunnhildar Hauksdóttur, myndlistarmanns, en Gunnhildur tók sjálf þátt í slíkri vinnustofu í bænum árið 2002 þegar hún nam við Listaháskólann. Velþekkt er mikið samstarf myndlistarnema við skólann við Skaftfell á Seyðisfirði á vegum Dieter Roth akademíunnar frá árinu 2002 allt fram til ársins 2018 og telst Gunnhildi til að tæplega 200 nemar hafi tekið þátt í vinnustofum á þeim tíma.

„Mörg listamannanna eru að vinna með Seyðisfjörð sjálfan, söguna og landslagið, fundið efni af svæðinu eins og ljósmyndir og málverk af heimamönnum og fjöllum. Eftir sögustund Péturs Kristjánssonar vaknaði til dæmis áhugi á fjarskiptasögu Seyðisfjarðar og morskóðun. Það stefnir meira að segja í lifandi flutning á opnuninni með nýstofnuðum Morskór og það jafnvel með aðkomu heimamanna.

Nemarnir ánægðir með viðtökur Seyðfirðinga og hafa lært býsnin öll um bæinn og bæjarbúa. Sýningin sjálf opnar formlega klukkan 17 á föstudaginn kemur og eru allir velkomnir. Mynd Skaftell

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.