Málningin endurnýjuð á Regnbogagötunni

Seyðfirðingar komu saman miðvikudaginn í síðustu viku og endurnýjuðu málninguna á Norðurgötu. Hún er betur þekkt sem Regnbogagatan og er orðið eitt helsta kennileyti Seyðisfjarðar.

Það var í aðdraganda hinsegin daga árið 2016 sem ráðist var í að mála götuna fyrst í regnbogalitunum. Til stóð að fara í lagfæringar og því þótti ekki tiltölumál að leyfa að mála götuna.

En regnbogalitirnir hafa ekki farið neitt síðan. Þeir vissulega dofna yfir veturinn en í sumarbyrjun safnast Seyðfirðingar saman og hjálpast að við að endurnýja þá.

Síðasta sumar var litunum í götunni fjölgað til að endurspegla nýrri skilgreiningar um fjölbreytileika hinsegin samfélagsins.

Norðurgatan er í daglegu tali þekkt sem Regnbogagatan eða Regnbogastræti. Hún hefur síðan orðið eitt af einkennismerkjum bæði Seyðisfjarðar og Austurlands. Um það bera þúsundir pósta á samfélagsmiðlum merki um þar sem gatan er í forgrunni.

Myndir: Unnar Erlingsson

DJI 0320 Web
DJI 0324 Web
DJI 0328 Web
DJI 0359 Web
IMG 0955 Web
IMG 0978b Web
IMG 0996 Web
IMG 1005 Web
IMG 0971 Web
IMG 0960 Web
IMG 0961 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.