Meira, meira dóp

Leit stendur yfir að skútu undan Suðausturlandi sem talin er hafa tugi fíkniefna um borð. Í nótt voru þrír handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglurnnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir hafi verið handteknir við Djúpavog og einn við Höfn. Í bíl eins fannst töluvert magn fíkniefna sem talið er að hafi verið flutt sjóleiðis til landsins. Mennirnir þrír eru allir um þrítugt og hafa komið við sögu lögreglu áður, þar af tveir í tengslum við fíkniefnamál.

Mennirnir komu til Djúpavogs með stóran slöngubát fyrir nokkrum dögum. Talið er að þeir hafi farið á bátnum út að Papey, í veg fyrir skútuna, og flutt síðan eiturlyfin í land á Djúpavogi. Eftir það snéri skútan við.

Ekki hefur verið greint frá hversu mikið magn er um að ræða né hvers konar efni hafi verið gerð upptæk, en þau séu á fleiri en einni tegund. Ríkisútvarpið segir þetta stærstu tilraun til fíkniefnasmygls sem upp hefur komist hérlendis.

Skútunnar, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað á hafsvæðinu milli Íslands og Færeyja. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Varðskip með sérsveitarmönnum eltir skútuna. Reiknað er með að hún verði færð til hafnar, einhvers staðar á Austurlandi.

Á vefmiðlum Vísi er því haldið fram að einn hinna handteknu hafi áður siglt skútu til Hornafjarðar. Hún var yfirgefin í höfninni á Höfn í heilan vetur. Skútan komst í fréttirnar þar sem eigandi hennar reyndist hafa keypt hana stolna í Hollandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.