Mikill samdráttur í verslun

Tæplega 17% samdráttur er í dagvöruverslun í mars á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesti samdráttur á einu ári, sem mælst hefur frá því að farið var að birta smásöluvísitölu árið 2001.

 fan2034035.jpg

Niðurstöður Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst, sem tekur saman veltu í dagvöruverslun, eru að mest dragist húsgagna- og raftækjaverslun saman, en velta í húsgagnaverslun minnkaði um tæp 55% og í raftækjaverslun um rúm 50%. Minnstur var samdrátturinn á smásölu á skóm eða um 5,8%. Stöðugur samdráttur hefur verið í verslun frá því í haust eða síðan bankahrunið varð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.