Nú er lag fyrir ungar hljómsveitir
Þorskastríðið 2009 er hafið á vegum Cod Music. Í fyrra sendu yfir 100 hljómsveitir inn efni sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda. Í ár er vonast til að þátttaka verði enn betri en í fyrra. Keppnin fer öll fram á netinu og virkar þannig að hljómsveit fer inn á www.cod.is og sendir inn 2-4 lög sem dómnefnd fer svo yfir. Opið verður fyrir innsendingar á efni til 1.maí og úrslitin verða svo birt föstudaginn 15.maí.
Það er aðeins ein regla í Þorskastríðinu og það er að lögin séu frumsamin. Aldur, tónlistarstefna eða hvort listamaður hafi áður gefið út plötu skiptir ekki máli. Síðan en ekki síst þá kostar ekkert að taka þátt í Þorskastríðinu.
Sem fyrr getur sigurvegarinn unnið útgáfusamning við Cod Music en telji dómnefnd að sigurvegarinn sé ekki tilbúinn í plötu þá vinnur viðkomandi stúdíótíma með upptökustjóra til að fullklára eitt lag. Cod Music sér svo um að koma laginu í spilun og markaðssetja hljómsveitina. Gangi lagið vel á öldum ljósvakans þá mun Cod Music gera samning við hljómsveitina. Einnig verður kassi af Þorskalýsi og 10 kíló af þorski í verðlaun.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Þór Eyþórsson
Cod Music
Skeifan 17
108 Reykajvík
591 5118
863 2270