Nóg af þorrablótum um að velja á Austurlandi

Ef matur á borð við súra hrútspunga, kæstan hákarl, rengi eða lundabagga er hátt skrifaður hjá Austfirðingum er aldeilis góð tíð í vændum. Ein fjórtán þorrablót og ein góugleði eru skipulögð í fjórðungnum þetta árið samkvæmt úttekt Austurfréttar.

Reyndar er aðeins frjálslega farið með hér að ofan því Fáskrúðsfirðingar hafa þegar tekið forskot á sæluna en landsþekkt Hjónaball þeirra fór fram um liðna helgi og tókst þar allt með miklum ágætum. Hjónaballið þó tæknilega ekki þorrablót því þar enginn súrmatur á borðum þó skemmtanahald og gleði þar sé ekki síðri en á þeim blótum sem framundan eru ef marka má söguna.

Það kemur í hlut Reyðfirðinga og Egilsstaðabúa að keyra gleðina í gang og það gerist strax næsta föstudagskvöld þann 26. janúar í íþróttahúsum bæjarbúa. Í fyrrnefnda dæminu um að ræða hvorki meira né minna en 101. þorrablót Reyðfirðinga.

Aðeins sólarhring síðar vandast þó aðeins valið hjá skemmtanaglöðum því laugardagskvöldið 27. janúar fara fram fimm þorrablót á sama tíma eins og sjá má á listanum hér að neðan. Tvö blót til viðbótar verða haldin tæpri viku síðar, 2. - 3. febrúar, blótað á tveimur stöðum til 9. og 10. febrúar áður en þrjú síðustu blótin verða haldin.

Það verða svo Jökuldælar og Hlíðarmenn sem slútta vertíðinni 2024 þann 2. mars í Brúarásskóla sem endranær en þar sem upphaf Góu þetta árið er 25. febrúar er þar um að ræða einu formlegu góugleðina að þessu sinni.

26. janúar:

Reyðarfjörður

Egilsstaðir

27. janúar:

Eskifjörður

Vopnafjörður

Seyðisfjörður

Sveitablót Norðfirði

Borgarfjörður eystri

2. febrúar:

Fellablót

3. febrúar:

Kommablót Neskaupstað

Djúpavogur

9. febrúar:

Eiðablót

10. febrúar:

Fljótsdalur

17. febrúar

Breiðdælingar

24. febrúar:

Skriðdælingar og Vallamenn

Hróarstunga

2. mars:

Jökuldælingar og Hlíðamenn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.