Rannsókn verði hraðað

Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsókn á máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar verði hraðað sem kostur er. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent mál hans til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Framkvæmdastjóri lækninga og forstöðumaður mannauðsmála hjá HSA sátu fund bæjarráðs 24. mars, þar sem farið var yfir þessi mál.

image0011.jpg

Þeir greindu frá því að búið væri að tryggja mönnun læknisstarfa í Fjarðabyggð fram á haust. Á fundinum var jafnframt fjallað um skólahjúkrun og manneklu vegna ráðninga í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þrátt fyrir reglulegar auglýsingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.