Þróttur Nes raðar inn verðlaunum

Á laugardagskvöldið var árs- og uppskeruhátíð Blaksambandi Íslands. Þar kom kvennalið Þróttar sterkt inn í verðlaunaafhendinunum en veitt voru eftirfarandi verðlaun í kvennaflokki:

rttur_nes_lg.jpg

Besti leikmaður í 1. deild kvenna - Miglena Apostolova - Þróttur N

Efnilegasti leikmaður í 1. deild kvenna - Helena Kristín Gunnarsdóttir - Þróttur N

Uppspilari ársins - Kristín Salín Þórhallsdóttir - Þróttur N

Stigahæsti leikmaður í sókn - Miglena Apostolova - Þróttur N

Stigahæsti leikmaður í heildina - Miglena Apostolova - Þróttur N

Stigahæsti leikmaður í hávörn - Lilja Jónsdóttir  - Þróttur R

Stigahæsti leikmaður í uppgjöf - Lilja Jónsdóttir - Þróttur R

Frelsingi ársins - Sæunn Skúladóttir - Þróttur R

  

Fyrrverandi leikmaður Þróttar og núverandi leikmaður HK, Zaharina Filopova kom svo og veitti tvenn verðlaun sem henni fannst að BLÍ ætti að veita en gerði ekki. Að hennar mati var Þróttur N lið ársins og veitti hún þeim verðlaun fyrir þrautseigju og frábæran árangur, fyrir að hafa ekki lagt árar í bát þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn og svo fannst henni að Apostolova ætti að vera þjálfari ársins fyrir að hafa unnið svona vel með liðið og allar ungu stúlkurnar í liðinu.

 

Blakdeild Þróttar tekur undir þetta hjá Zaharinu: ,,Það er auðvitað frábær árangur að lenda í 2. sæti í deildinni og spila til úrslita í bikarkeppninni. Þróttaraliðið er búið að vinna vel í vetur og vonandi er þetta hvatning til annnara liða að sjá það svona svart á hvítu að næsta kynslóð er tilbúin að taka við keflinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.