Sameina á Fjárafl og Atvinnumálasjóð

Sameina á atvinnulífstengda sjóði Fljótsdalshéraðs, Atvinnumálasjóð og Fjárafl, í einn atvinnutengdan sjóð. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi sínum 8. apríl. Hún kemur upphaflega frá stjórn Fjárafls. Er stefnt að því að sjóðirnir verði sameinaðir á aðalfundi Fjárafls 30. apríl. Gert er ráð fyrir að atvinnumálanefnd sveitarfélagsins fari með stjórn hins nýja sameinaða sjóðs og stefnt að því að hann taki til starfa frá og með 1. október næstkomandi.

 

Á vefsíðu Fljótsdalshéraðs kemur fram að Fjárafl – fjárfestinga- og þróunarsjóður, er sjálfstæður sjóður í eigu sveitarfélagsins. Meginhlutverk sjóðsins er að efla byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Sjóðnum er ætlað að ná tilgangi sínum með eftirfarandi hætti:

Veita styrki til verkefna er lúta að atvinnusköpun og atvinnuþróun, hagnýtum rannsóknum og framþróun annarra samfélagsþátta sem áhrif geta haft á búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins.

Veita áhættulán og skuldabréfalán sem innifalið geta breytirétt í hlutafé. Lánin skulu bundin við nýsköpunarverkefni á sviði vöruþróunar, sókn á nýja markaði, tækniyfirfærslu milli fyrirtækja eða stofnun sprotafyrirtækja.

Hlutafjárkaupum í fyrirtækjum sem eru til þess fallin að styrkja atvinnulíf sem fyrir er í dreifbýlinu og/eða skapa störf sem auka atvinnumöguleika íbúa þess.

Stofnfjárframlögum til samvinnufélaga og sjálfseignarstofnana sem hafa hlutverk er varðar hagsmuni íbúa, fyrirtækja eða stofnana í dreifbýlinu.


Ekki finnast viðlíka upplýsingar um hlutverk Atvinnumálasjóðs sveitarfélagsins á vefnum, en ætla má að sá sjóður hafi sambærilegu hlutverki að gegna og Fjárafl og sú sé ástæða sameiningar sjóðanna í einn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.