Samgöngumiðstöð mun rísa í Vatnsmýri
Kristján L. Möller, samgönguráðherra, og Hanna B. Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær minnisblað um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á hún að hýsa alla samgöngustarfsemi á svæðinu, hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður þar í framtíðinni eða ekki. Framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári og samgöngumiðstöðin að vera komin í notkun eigi síðar en árið 2010. Þá var skrifað undir samkomulag um að skipa samráðsnefnd ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins.
(Ljósmynd/Jónas Haraldsson)