Skíða- og brettahátíðin Big Air - Fjarðabyggð gekk framúrskarandi vel

Um páskahelgina fór fram fyrsta sinni skíða- og brettahátíðin Big Air - Fjarðabyggð á Eskifirði. Allt gekk þar upp og svo vel var hátíðin sótt af gestum að aðstandendur ákváðu strax lokadaginn að hún yrði haldin að nýju á næsta ári.

Þetta staðfestir einn aðstandenda, Wojtek Grzlak, við Austurfrétt en þrátt fyrir að farið hafi um skipuleggjendur nokkrum dögum fyrir viðburðinn vegna afar slæmrar veðurspár gekk nánast allt upp eins og í góðri sögu meðan á hátíðinni stóð.

Einir átta bretta- og skíðakappar, fjórir heimamenn og fjórir Akureyringar, skemmtu áhorfendum bæði á skíðasvæðinu í Oddsskarði og við Strandgötu í bænum sjálfum og talið er að allt að 400 manns hafi fylgst með og haft skemmtan af þegar mest var að sögn Wojtek.

„Það var reyndar með ólíkindum hvað við vorum svo heppnir með veðrið eftir allt saman. Það lægði eiginlega á hárréttum tíma og við nutum ljúfrar snjókomu í staðinn. Mætingin var eiginlega alveg framúrskarandi og öll bílastæði á Mjóeyrinni voru svo gott sem full. Það var eiginlega á þeim tímapunkti sem við gerðum okkur grein fyrir að þessi viðburður væri kominn til að vera og við ætlum okkur sannarlega að gera enn betur á næsta ári.“

Einn brettakappanna á svifi við Strandgötuna en lokaatriði Big Air - Fjarðabyggð var eimitt rennsli yfir pollinn við Mjóeyri. Mynd aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.