Skógarylur úr ylkubbum

Skógarylur verður heitið á nýrri afurð viðarvinnslufyrirtækisins Skógarafurða í Fljótsdal. Fyrirtækið hefur á nýju ári framleiðslu á kubbum úr sagi og afskurði til hitunar.

Kubbar sem þessir eru seldir víða um heim til hitunar en til þessa hafa þeir ekki verið framleiddir á Íslandi. Þess vegna vantaði íslensk orð fyrir þá.

Þess vegna fóru Skógarafurðir af stað með nafnaleik í desember þar sem óskað var eftir annars vegar hugtaki yfir kubbana almennt, hins vegar heiti á afurðina.

Alls bárust yfir 350 tillögur. Afurðin mun heita Skógarylur og talað verður um ylkubba. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir og Björgvin T. Guðmundsson voru fyrst til að stinga upp á nöfnunum. Skógarafurðir gefa 20.000 krónur til góðgerðamálefnis sem hvort þeirra velur.

Kubbarnir verða framleiddir úr sagi og afskurði sem fellur til við aðra framleiðslu Skógarafurða. Hvort tveggja er þurrkað og síðan pressað í kubbana. Slíkir kubbar eru mikið notaðir til hitunar í norðanverðri Evrópu. Skógarafurðir hafa hug á að kanna möguleika á útflutningi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.