Spila sig í tætlur fyrir ferðasjóð
Í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum stendur nú yfir svokallað Páska-Lan. Þarna mætist ungt fólk og spilar tölvuleiki, svo sem DoTa, Counter-Strike, Battlefield 1942, Quake3 og fleira. Páska-Lanið hófst seinni hluta mánudags og því lýkur í dag. Keppnin er fjáröflun til styrktar ferðahópi Menntaskólans á Egilsstöðum. Reikna má fastlega með að strákarnir tuttugu sem skráðu sig til leiks, því engin stúlka var skráð, séu komnir með skjálaga augu og heilabú eftir tveggja daga sleitulaust tölvugláp.