Spila sig í tætlur fyrir ferðasjóð

Í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum stendur nú yfir svokallað Páska-Lan. Þarna mætist ungt fólk og spilar tölvuleiki, svo sem DoTa, Counter-Strike, Battlefield 1942, Quake3 og fleira. Páska-Lanið hófst seinni hluta mánudags og því lýkur í dag. Keppnin er fjáröflun til styrktar ferðahópi Menntaskólans á Egilsstöðum. Reikna má fastlega með að strákarnir tuttugu sem skráðu sig til leiks, því engin stúlka var skráð, séu komnir með skjálaga augu og heilabú eftir tveggja daga sleitulaust tölvugláp.

urban_terror_quake3_mod_silver7.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.