Stærsta smyglmálið

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, er nú á leið til Íslands með þrjá grunaða fíkniefnasmyglara og skútu sem flutti efnin til Íslands í togi. Varðskipið náði skútunni miðja vegu milli Íslands og Hjaltlandseyja seint í gærkvöld. Reiknað er með að varðskipið nái höfn í kvöld eða nótt. Talið er að um sé að ræða stærsta eiturlyfjasmygl Íslandssögunnar, allt að hundrað og fimmtíu kílóum af hörðum efnum sem væntanlega eru amfetamín og kókaín. Sex menn hafa verið handteknir vegna málsins, þrír voru handteknir á Suðausturlandi og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí, en ekki er ljóst með varðhaldsúrskurði yfir þeim sem handteknir voru um borð í skútunni.

eiturlyf.jpg

Lögregla hafði fylgst með mönnunum um hríð. Svo virðist sem slöngubátur með kraftmikilli utanborðsvél hafi lagt upp frá Djúpavogi á laugardag og siglt til móts við skútuna í grennd við Papey. Þar hafi fíkniefnin verið flutt um borð í slöngubátinn og hann svo siglt til Gleðivíkur, vestan hafnarinnar á Djúpavogi. Þar voru fíkniefnin flutt um borð í jeppa, sem lögreglan stöðvaði skammt frá Höfn í Hornafirði aðfararnótt sunnudags.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf að yfirheyra mennina þrjá sem handteknir voru á Suðausturlandi í gærkvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.