Sveitarstjóri færði nýjustu íbúum Seyðisfjarðar gjafir

Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, heimsótti fyrr í vikunni fjögur börn af þeim átta alls sem fæðst hafa á Seyðisfirði í ár og leysti þau út með gjöfum frá sveitarfélaginu. Önnur heimsókn til hinna fjögurra stendur fyrir dyrum.

Slíkt hefur verið hefð um nokkurt skeið að færa nýfæddum börnum og foreldrum þeirra gjafir fyrir jól en sá siður reyndar verið í láginni í Múlaþingi frá því Covid fór að gera vart við sig. Nú þótti hins vegar rétt að endurvekja þennan skemmtilega sið en æði mörg sveitarfélög landsins hafa stundað slíkt um skeið og þar ekki síst í fámennari byggðakjörnum þar sem íbúafjöldi annaðhvort stendur í stað eða þeim fer fækkandi.

Fór sveitarstjórinn ásamt starfsmanni til fjögurra fjölskyldna í bænum og færði þeim góðar gjafir. Þar um að ræða fjölskyldur fjögurra barna sem fæðst hafa á árinu. Þar um að ræða Bessa Hogenhof Kamilluson hvers foreldrar eru Kamilla Gylfadóttir og Lasse Hogenhof, Eira Linnet dóttir Celiu Harrison og Linus Lohmann, Ómar Orri sonur þeirra Urðar Arnar Ómarsdóttur og Gunnars Þjóðólfssonar og Sóldís Mía dóttir Dagrúnar Vilborgar Þórhallsdóttur og Gabríels Björnssonar.

Nýbakaðir foreldrar á Seyðisfirði tóku allir vel í heimsókn sveitarstjórans. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.