Svisslendingar byggja snjóflóðavarnagarð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði svissneska verktakafyrirtækisins Mair Wilfried GmbH í smíði stoðvirkja vegna ofanflóðavarnar í Tröllagili í Norðfirði. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 255 milljónir króna eða tæp 93% af kostnaðaráætlun. Fyrirtækið er ekki ókunnugt íslenskum aðstæðum því það hefur áður unnið að snjóflóðavörnum í Ólafsvík. Byrjað verður að byggja stoðvirkin í sumar.
Á sama tíma verður byrjað á færslu stofnlagnar vatnsveitu Fjarðabyggðar en ríkisstjórn Íslands veitti viðbótarfjármagns til verkanna fyrir skemmstu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.